Barnamessa

 

Barnamessa er guðsþjónusta, sem er sérstaklega sniðin að þörfum barna. Form hennar er oft mjög frjálst. Engu að síður eru hinir hefðbundnu messuliðiðir notaðir þannig að börnin þekki grundvöll messunnar og uppbyggingu hennar. Reynslan hefur sýnt að það eru ekki síður foreldrar, afar og ömmur, sem njóta þessa frjálsa messuforms. 
Börnin fá í hendur sérstakt fræðsluefni auk merkja fyrir hverja mætingu til kirkjunnar. 
 
Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn barnanna fylgi þeim til starfsins. Lögð er áhersla á það að börnin læri bænavers og trúarjátningu auk söngvanna sem sungnir eru. 
 
Í upphafi hverrar samveru eru ljósin á altarinu tendruð og skiptast börnin á við það og einnig að slökkva altarisljósin í lok messunnar.