Útför

 

Útför er sérstök tegund guðsþjónustu, þar sem látinn er kvaddur með bæn og þakkargjörð og falinn vernd Guðs í trú á sigur hins upprisna Drottins og frelsara. Bænin og orðið skipa öndvegið í útförinni og í þá þjónustu sækja aðstandendur sér styrk og huggun. Form á útför getur verið breytilegt en oftast fer útför fram með eftirfarandi hætti: 
 
1. Forspil, leikið á orgel 
2. bæn, prestur flytur bæn frá altari 
3. sálmur/tónlist. 
4. ritningarlestur. 
5. sálmur/tónlist. 
6. ritningarlestur 
7. sálmur/tónlist 
8. minningarorð 
9. sálmur/tónlist 
10. bæn og Faðir vor 
11. sálmur/tónlist 
12. moldun og blessun 
13. sálmur nr. 273 allt eins og blómstrið eina. Oftast eru sungin úr þessum sálmi vers númer 1,10 og 13 og stundum aðeins 13. versið. 
14. eftirspil og kista borin úr kirkju. 
 
Þetta form eða þessu líkt er algengasta formið á útför. Stundum eru fengnir einsöngvarar eða einleikarar til að flytja tónlist. Ástvinir sitja venjulega fremst til vinstri í kirkjunni en líkmenn, þ.e. þeir sem bera kistuna fremst hægra megin. Líkmenn eru annaðhvort 6 eða 8. Við undirbúning á útfararathöfn eru prestur og organisti aðstandendum til aðstoðar á frekari útfærslu athafnarinnar. Útfararstofur sjá um allan ytri umbúnað athafnarinnar og aðstoða aðstandendur eins og kostur er. 
 
Blómin eru tákn um sköpun Guðs, sem er ný á hverjum degi. Í sorgarkransi minna þau okkur á nálægð Guðs og með blómunum viljum við tjá samúð okkar