Í hverfinu

Hér á eftir koma hugmyndir að sameiginlegum yfirmarkmiðum í forvarnarstarfi fyrir samstarfsaðila í hverfinu. Þessi markmið eru unnin út frá þeim hugmyndum sem fram hafa komið. Einnig fylgja yfirmarkmiðum hugmyndir að undirmarkmiðum og leiðum.

 

Vinna gegn vímuefnaneyslu í öllu starfi með börnum á grunnskálaaldri.

 

Undirmarkmið:
- vímuefnalausir grunnskólar
- vímuefnalaust félagsstarf barna
- virkja betur unglinga við áætlanagerð og fræðslu
- allir aðilar setji reglur varðandi bann við neyslu
- fylgst með lögum um sölu tóbaks sé framfylgt
- fræðsla fyrir börn og unglinga um skaðsemi
- aðilar í hverfinu skipuleggi sína starfsemi / útivistartími sé virtur
- koma í veg fyrir foreldralaus partý

 

Hvetja til hollra lífshátta og tómstunda

 

Undirmarkmið:
- íþróttir fyrir alla
- kynning á öllu félags- og tómstundastarfi í hverfinu
- fræðsla
- fyrirmyndir

 

Þeir aðilar sem vinna með börnum og unglingum hittist reglulega, beri saman bækur sínar og séu samstíga í forvarnarstarfi.

 

Undirmarkmið:
-samráðsfundir
-samstarfsverkefni
-fulltrúar barna/unglinga taki virkan þátt í samstarfinu

 

Foreldrar verði virkari þátttakendur í starfi og leik barna sinna.

 

Undirmarkmið:
-bjóða upp á fjölskylduvænna starf
-virkja foreldra í að mæta á foreldrafundi
-kynna Bústaði markvisst fyrir foreldrum tilvonandi 8. bekkinga
-fræðsla fyrir foreldra varðandi uppeldi
-auka tengsl foreldra við skóla/félög/stofnanir og einnig innbyrðis
-foreldrafélög í samstarfi við unglinga- og nemendaráð

 

Bjóða upp á fjölbreytt félagsstarf í hverfinu svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Undirmarkmið:
-skoða niðurstöður úr könnun Bústaða og Réttó varðandi þátttöku í félags- og tómstundastarfi.
-veita öllum tækifæri til íþróttaiðkunar - bæði til keppni og ánægju
-íþróttafélag skilgreini sig sem íþróttafélag hverfisins
-o.fl.

 

Einnig:
Lögð er áhersla á að stofnanir eins og lögregla og félagsþjónustan verði sýnilegri og í betri tengslum við íbúa í hverfinu. Hverfislögregluþjónn og aukin úrræði fyrir unglinga í vanda væru þáttur í að bæta úr þessu.