KFUM & K

 

KFUM og KFUK eru frjáls félagasamtök sem standa á sama grunni og evangelísk-lútherska þjóðkirkjan á Íslandi. Þau vilja starfa innan kirkjunnar og með kirkjunni, en eru þó sjálfstæð og lúta eigin stjórn. Með starfi sínu vilja þau vera þátttakendur í skírnarfræðslu kirkjunnar og styðja foreldra í trúarlegri mótun barna sinna. KFUM og KFUK á Íslandi eru í samstarfi við KFUM og KFUK á hinum Norðurlöndunum og þátttakendur í Heimssambandi KFUM og KFUK, sem nær með starfsemi sína til 130 landa.