Það var fjölmenni og mikil gleði á Kótelettudeginum mikla. Söngur, gleði og skemmtun. Verndari kótelettunnar Guðni Ágústsson fór á kostum og Hólmfríður djákni stýrði samkomunni af myndarskap.
Jóna gjaldkeri sóknarnefndar og Ásbjörn kirkjuhaldari voru að sjálfsögðu mætt.