Frábært samsæti þar sem Kvenfélag Bústaðasóknar færði kirkjunni höfðinglega gjöf að upphæð kr. 1.000.000 ein milljón. Góðir gestir skemmtu auk þess sem Glæðurnar Kór Kvenfélagsins söng. Örn Árnason og Jónas Þórir fluttu gamanmál. Þá var lesið úr gömlum fundargerðu félagsins og var það skemmtileg og fróðleg lesning. Þá flutti formaður sóknarnefndar Árni Sigurjónsson skemmtilega og fróðlega tölu um félagið og starf þess.