Vorgleði Engla- og Barnakóra Bústaðakirkju var haldin þriðjudaginn 29. apríl. Stjórnandi er Svava Kristín Ingólfsdóttir og undirleikari Jónas Þórir.
Börnin sungu sannarlega með hjartanu og gáfu okkur sem nutum góða og skemmtilega samverustund.
Hér eru nokkrar myndir frá tónleikunum.