Kvenfélag Bústaðasóknar

 

Félagskonur eru boðnar velkomnar á fundi vetrarins.
Á fundunum njótum við góðrar samveru, hlýðum á frásagnir, fróðleik eða gamanmál. Ljúkum fundum með notalegu spjalli yfir kaffibolla.
Hvetjum félagskonur til þess að taka með sér gesti. Nýjar konur eru ávallt velkomnar.
Fundirnir eru haldnir annan mánudag í mánuði í safnaðarheimili Bústaðakirkju frá október til maí nema annað sé auglýst.
Allar nánari upplýsingar um starfsemi félagsins veitir formaður félagsins Signý Rósantsdóttir í síma 6632853