Að viðhalda rómatík og neista.

2014-11-27 15:00:00

Er  hjónabandið eins og golf þar sem stutta spilið er það sem skiptir sköpum? Stundum finnst okkur að lífið sé hreinlega að „chippa“ burt hjónaböndum, störfum, frítíma, kirkjuferðum og tíma með börnum okkar og fjölskyldu.

 

Flest okkar reyna að hlaupa á hraða ljóssins. En svo vöknum við upp einn daginn og finnst við kominn upp að vegg. Þá förum við að tala við okkur sjálf og segjum í eigin huga:  "Úbs. Ég finn mig ekki lengur standa mjög nálægt maka mínum." Sannleikurinn er sá að þetta gerist hjá flestum okkar.

Hér eru nokkrar einfaldar aðferðir sem geta hjálpað til að endurlífga rómantík í hjónaböndum.

Förum aftur á stefnumót eins og í upphafi.

Farðu út að minnsta kosti einu sinni í viku. Það á ekki að vera dýrt eða tímafrekt - bara eitthvað einfalt.
Setjið nesti í poka og fáið ykkur göngutúr. Farið á kaffihús. Hittið góða vini. Komið krökkunum einu sinni fyrr í rúmið og búið til rómantíska stund heima.

 

Talið um hvað þið gerðuð þegar þið voruð að „deita“ í upphafi.

 

Í miklum erli og stressi allra daga er mikilvægt að taka frá tíma til að tengja og vera saman í hverri viku. Ef þú gerir þetta ekki þá muntu ekki finna neina nálægð.

Vertu aðlaðandi og sjarmerandi.

Þetta hljómar eins og kaldhæðni. En sannleikurinn er sá að gerir þú í því að vera meira aðlaðandi og sjarmerandi, þá verður makinn oft meira aðlaðandi fyrir þig.

Að fríska upp á útlitið og bera sig betur hefur oft ótrúleg áhrif. Bæði okkur sjálf og makann og gefur jákvæð skref og góða tilfinningu.

  • Farið saman í sund eða ræktina.
  • Farið út að ganga þrisvar til fimm sinnum í viku.
  • Frískið upp á klæðnaðinn og hendið því ljóta og slitna.
  • Fáið ykkur náttföt og sofið í hreinum og fallegum náttfötum og hreinum rúmfötum.
  • Breytið um hárgreiðslu og klippingu. Strákar snyrtið skeggið.
  • Fáið ykkur ný gleraugu, annan stíl og lit.
     

 

Skrifaðu niður til minnis og upprifjunar.

Skrifaðu niður hvað heillar þig í fari fólks?

Hvaða heillaði þig fyrst í fari maka þíns?

Hvað grípur þína athygli?

Hvers óskar þú þér í hjónabandinu?

 

Segðu makanum frá óskum þínum og draumum.

Gerðu það á fallegan hátt. Segðu til dæmis; ættum við að breyta þessu eða gera þetta. Ekki segja þú ættir að gera þetta. Ekki segja mér finnst eða ég vil. Segðu heldur ættum við saman að gera þetta eða hitt.

Ef þú átt erfitt með að segja þetta þá skaltu skrifa bréf og segja þetta á sama hátt í bréfinu.

 

Lestu, rannsakaðu og lærðu.

Neisti í hjónabandi kviknar ekki af sjálfu sér. Það þarf að leita hans og finna og láta hann síðan verða að einhverju.  Allt samtal, fræðsla, uppeldi, menntun og viska getur hjálpað. Lesið allt sem þið getið sem segir frá djúpum tilfinningum og því að upplifa rómatíkina saman.

 

Gerið góða hluti daglega.

Bestu gjafirnar eru ekki þær sem kosta peninga heldur þær sem gefnar eru frá hjarta til hjarta. Tillitssemi og það að hjálpast að gefur góð skilaboð. Einföld atriði, eins og að tína upp óhrein nærföt, undirbúa kvöldmat, sækja falleg blóm í garðinn, þrífa og laga til gleður ekki síst ef þetta hefur hingað til verið á könnu makans.

Aðdráttaraflið vex í sporum þeirra sem vinna saman og gleðja hvort annað. Þar skipta litlu hlutirnir meira máli en þeir stóru. skrifa kunna að meta huga, hönd tína blóm eða taka á húsverk sem félagi þinn venjulega gerir, byggja nánd og nálægð í hjónaband eins og ekkert annað. Gleymum ekki að hæla hvort öðru og þakka fyrir allt sem gefið er og gert.

 

Ritningin kennir að hjónabandið er vígt af Guði. Hönnun hans til tveggja einstaklinga sem vilja deila gleði og sorgum saman. Bera ábyrgða á velferð hvors annars og skapa þannig heilbrigðan farveg fyrir gleði og rómantík.  Áhersla á fjölskyldu og gildi hennar er besta leiðin til gleði og hamingju, þitt velferðarráðuneyti.