Er grasið grænna annars staðar?

2014-11-27 13:00:00

Ekkert hjónaband gengur af sjálfu sér. Góð hjónabönd verða til með vinnu og þolinmæði. Þau sem þroska sitt hjónaband lesa bækur, sækja námskeið, vafra og finna greinar og ráð og virða árangur og reynslu annarra. Reynslan er dýrmæt ef okkur tekst að nýta hana og læra af sigrum og ósigrum.

Hér eru 10 atriði sem gott er að hafa í huga til að gera gott hjónaband betra.

 

1. Hamingjan er ekki mikilvægasti þátturinn heldur leiðin til hennar. Allir vilja vera hamingjusamir, en hamingja mun koma og fara. Í árangursríkum hjónaböndum læra hjónin að finna leiðir til að finna hamingjuna aftur. Finna leiðir til hamingjunnar á ný þegar og ef lífið hefur ýtt henni til hliðar.

 

2. Í sársauka finna mörg pör hver gildi hjónabandsins eru í raun. Finna þegar eitthvað er að bresta eða hverfa. Það þarf mikinn styrk að hlaupa ekki í burtu heldur vera nálæg hvort öðru þegar erfiðleikar steðja að. Vera til staðar og sýna samhug. Tíminn vinnur gjarnan með fólki og færir okkur nýja sýn og nýja möguleika til þess að finna leiðir, minnka stress og valdabaráttu og gefa sátt til að tala saman.

 

 3. Ef þú heldur áfram að gera alltaf það sama þá muntu alltaf fá sömu niðurstöðu. Reynslan kennir að þú þarft að breyta um aðferð. Nálgast vandann með nýjum aðferðum til þess að fá nýja niðurstöðu. Oft verða það smávægilegar breytingar í nálgun, orðum, viðhorfum og aðgerðum sem gera gæfumuninn í hjónabandinu.

 

4. Viðhorf þitt skiptir máli. Breytt hegðun er mikilvæg, en það er líka mikilvægt að breyta viðhorfum. Slæmt viðmót og er oft drifkraftur vondra tilfinninga og viðbragða.

 

5. Breyttu viðhorfði þínu og breyttu hjónabandinu. Ekki gefa þér að makinn hugsi á ákveðinn hátt. Ekki gera makanum upp skoðanir. Væntingar má ekki byggja á eigin tilfinningum. Það þarf að tala saman. Viðhorf, sanngjarnar væntingar og dagleg framkoma skipta sköpum í árangri.

 

6. Grasið er grænt þar sem þú vökvar það. Það verður aldrei grænna en vökvun þín og umhyggja gefur tilefni til. Hamingjusöm hjón hafa lært að fullyrðingin um grænna gras á hinum bakkanum er klisja. Þau hafa lært að aðrir gera þau ekki hamingjusamari. Þau hafa lært að setja alla sína orku og vilja í það að gera eigið hjónaband betra.

 

 7. Þú getur breytt hjónabandi þínu með því að breyta sjálfri þér. Afar okkar og ömmur hafa lært, að það að reyna að breyta makanum er eins og að reyna að færa fjöll úr stað. Sá eða sú eina sem getur breytt hjónabandinu þínu er þú sjálf.

 

 8. Mundu að ást er nafnorð en ekki bara tilfinning. Hversdagsleikinn lætur ástina sveiflast til og frá. Tilfinningar munu líka koma og fara. En, raunverulegur kærleikur byggir á því heiti að vera saman í blíðu og stríðu. Trúa á vonina og víkja ekki frá, hlaupa ekki í burtu þegar á móti blæs.

 

 9. Hjónaband er oftar en ekki barátta milli þinna eigin eyrna. Góð hjónabönd muna grundvöllinn og muna þau gengu ekki að eiga alfullkomna manneskju og það gerði maki þeirra ekki heldur.

 

10. Erfiðleikar, krísa merkir alls ekki að hjónabandinu sé lokið. Krísur eru eins og stormur: hávær, skelfilegur og hættulegur. Til að komast í gegnum storminn þarftu að halda áfram  grípa til aðgerða. Krísa getur verið nýtt upphaf. Sú manneskja sem aldrei reynir neitt sárt þroskast ekki. Í sársaukanum finna margir grundvöll og gildi lífsins. „ Gull prófast í eldi en guðhræddir menn í raunum.“