Orð dagsins

2020-05-06 11:00:00

Orð dagsins.
Heil og sæl mín kæru, það er aldeilis fallegur dagur í dag og logn í morgun þegar haldið var í göngu dagsins. Nú þegar samkomubanninu hefur verið létt ofurlítið þá finnur maður fyrir létti, fólk er farið að hreyfa sig meira og mæta á fleiri staði. Ég finn líka fyrir því að margir sem hafa verið einangraðir og í sjálfskipaðri sóttkví eiga erfitt með fara af stað. Þau eru hrædd að fara inn í hið daglega amstur, t.d að fara í búð. Mér fannst líka starx eins og hafi aðeins slakknað á öllu í búðinni í gær. Það voru fleiri inni, ekki mikið af hönskum til afnota og enginn til þess að þurka af kerrunum. Við verðum að fara áfram varlega og þó að óþolinmæðin sé farin að láta á sér kræla þá verðum við að reyna að halda henni í skefjum. Við þurfum enn að feta okkur áfram, aðeins hraðar en áður en varlega þó. Það er ljós handan við göngin og við munum komast þangað en það tekur aðeins lengri tíma en við héldum.
Kæleikskveðja og Guðs blessun til ykkar allra, Hólmfríður djákni. Mynd dagsins var tekin rétt fyrir ofan Reykjalund og minnir kannski á þau göng sem við erum að feta okkur út úr.