Orð dagsins 11. maí

2020-05-11 13:00:00

Orð dagsins.
Heil og sæl mín kæru, góður dagur í dag og veðrið ágætt, smá rigningardropar sem er bara gott fyrir gróðurinn. Nú er einmitt tíminn þar sem fólk hugar að görðum sínum og hreinsar til og reitir illgresi og arfa. Þetta er svo táknræn mynd fyrir okkur mannfólkið, við þurfum líka að hreinsa til í eigin sálargarði. Mörgum finnst óhugsandi að leita til sálfræðings eða sálgæslu aðila ( prests eða djákna). Margir burðast með erfiðar hugsanir í bakpokanum sínum og finna ekki leiðina til þess að losa sig við birðirnar. Sálfræðingar og sálgæsluaðilar eru leiðbeinendur okkar þegar við finnum ekki út úr því sjálf hvernig best er að gera hlutina. Stundum er bara samtal nóg og ef ekki þá eigum við mjög færa sálfræðinga og geðlælkna til þess að hjálpa fólki. Prestar og djáknar sinna sálgæslu viðtölum, alla daga erum við að hitta fólk í erfiðfum sporum, það er vinnan okkar að vera með fólki í erfiðum aðstæðum. Við erum í kirkjunni þinni og þú ert velkomin. Hreinsum illgresið áður en það verður óviðráðanlegt og gerir okkur lífið erfiðara. Kærleikskveðja og Guðsblessun til ykkar allra.
Myndin er frá mínu eigin illgresi.

Hólmfríður djákni