Æskulýðsfélagið Pony er æskulýðsfélag fyrir krakka í 8.-10. bekk. Fundir fara fram í kjallara Grensáskirkju á fimmtudögum klukkan 20.00-21.30. Félagið er samstarfsverkefni Bústaðakirkju og Grensáskirkju.
Æskulýðsfélagið er vettvangur krakka til að leika, læra og efla bænalíf sitt í góðu og heilbrigðu umhverfi. Áhersla er á að hafa dagskránna fjölbreytta og skemmtilega. Félagið tekur virkan þátt í viðburðum og mótum ÆSKÞ og ÆSKR.
Leiðtoga eru Daníel Ágúst Gautason og Sigurður Óskar Óskarsson.
Daníel Ágúst er djáknanemi í Háskóla Íslands. Hann er fæddur árið 1994 og hefur verið starfandi í þjóðkirkjunni síðan hann fermdist, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði. Hann útskrifaðist úr Leiðtogaskóla Þjóðkirkjunnar árið 2011 og lauk Félagsfræðibraut við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 2014 með ágætan árangur í sögu. Hann hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi í Neskirkju, Lauganeskirkju og Bústaðakirkju, auk þess sem fermingafræðari í Bústaðakirkju. Hann er núna starfandi æskulýðsfulltrúi Grensáskirkju og Bústaðakirkju.
Sigurður Óskar er djáknanemi í Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1989 og hefur verið starfandi í æskulýðsstarfi sem starfsmaður og sjálfboðaliði frá fermingu. Hann útskrifaðist úr Flensbrorgarskólanum í Hafnafirði. Hann hefur starfað í barna- og æskulýðsstarfi í fjölmörgum kirkjum, meðal annars Víðistaðakirkju og Seltjarnarneskirkju, en er nú við störf hér í Bústaðakirkju. Hann hefur einnig starfað sem framkvæmdarstjóri ÆSKÞ.
Hægt er að fá upplýsingar um starfið í gegnum daniel@grensaskirkja.is.
Hægt er að finna alla helstu barna- og æskulýðssöngva á síðunni lofgjord.com
Heimasíða ÆSKÞ er aeskth.is
Heimasíða ÆSKR er aeskr.is