VIÐ NOTUM TÖLVUPÓST Í SAMSKIPTUM
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA
SKRÁNING OG FRÆÐSLA
VETURINN 2020- 2021
Skráning fer fram hér: http://kirkja.is/fermingar-2021
Það sem þarf að koma fram er:
Fullt nafn fermingarbarns:
kt.:
skírnardagur:
netfang:
sími:
nafn forráðamanns 1:
sími:
netfang:
nafn forráðamanns 2:
sími:
netfang:
ósk um fermingardag:
Fermingardagar 2021
Fermingarbörn og foreldrar geta valið fermingardaga
eins og undanfarin ár.
Tímasetningum fyrir og eftir hádegi gæti þurft að raða eftir fjölda á hverjum degi.
Í hverri athöfn geta verið liðlega 20 fermingarbörn.
Æfingar fyrir fermingar:
Fræðsla í Bústaðakirkju, hvenær?
FERMINGARFRÆÐSLAN er á miðvikudögum í Bústaðakirkju;
drengir kl. 15.30-16.20 og stúlkur 16:30 – 17:20
September alla miðvikudaga (hófst 9.).
Október alla miðvikudaga.
Nóvember er hlé en miðvikudaginn 4. nóvember fer fram árleg söfnun fermingarbarna um allt land fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. Það verður nánar kynnt síðar.
Desember 2. og 9.
Janúar 20. og 27.
Febrúar alla miðvikudaga.
Mars 3. og 10.
VIÐ ætlum við að fræðast saman um kirkjuna og trúna. Við ætlum að ræða saman um siðfræði, vináttu, ástina, lífið, umhverfi okkar og fáum góða gestafyrirlesara í heimsókn.
Öll námsgögn eru innifalin í fræðslugjaldinu, sem greitt er vegna fermingarfræðslunnar fyrir fermingarathöfn.
Sama er um verkefni og verkefnablöð.
Fræðslan er að hluta á myndrænu formi.
Messur í vetur!
Fermingarbörnin eiga að koma minnst 3 sinnum í æskulýðsstarfið og ekki sjaldnar en 7 sinnum í almenna guðsþjónustu kl. 13:00 og þau skrá sig við hverja messu. Foreldrar hvattir til að koma með þeim.
Sjö sinnum er algjör lágmarks mæting.
Í messunum bið ég ykkur að taka tillit til annarra kirkjugesta og muna að þið eruð að koma á helgan stað.
Auk þess verða sérstakar samverustundir með fermingarbörnum og foreldrum
Bústaðakirkja, kirkjan okkar!
Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar.
Göngum því vel um kirkjuna okkar og hugsum um hana eins og okkar annað heimili.
Heimasíðan og tölvupóstur!
Bústaðakirkja á heimasíðu
Þar viljum við reyna að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.
Myndir úr starfinu verða einnig á síðunni.
Tölvupóstur verður sendur til að minna á tíma og aðra viðburði.
Fermingarbörn sem búa erlendis verða í fermingarfræðslu á netinu. Nokkur þeirra munu koma inn í hópana hér heima síðustu dagana fyrir fermingar en önnur fermast næsta sumar.
VIÐ SENDUM UPPLÝSINGAR OG SKILBOÐ MEÐ TÖLVUPÓSTI
MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA