Fermingar 2021

SKÁNING OG FRÆÐSLA

VETURINN 2021- 2022

 

Skráning fer fram hér: https://fossvogsprestakall.is.umadgera.is/skraningar/ferming

 

Við notum tölvupóst til að minna á tíma og viðburði og þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að hafa rétt netföng fermingarbarna, foreldra og forráðamanna til þess að allar upplýsingar skili sér greiðlega.

 

Fræðslan

Hægt er að velja fræðslutíma, annað hvort kl 15:30 eða 16:30 á miðvikudögum í Bústaðakirkju eða kl. 15:30 á fimtudögum í Grensáskirkju. 

 

Haustnámskeið og Vatnaskógur

Námskeið 18. – 20. ágúst kl. 09 – 12:00
Námskeið í Vatnaskógi 13. - 15. sept.
 
Upplýsingafundir með foreldrum og fermingarbörnum verða sunnudaginn 22. ágúst í eftir kvöldmessu í Bústaðakirkju sem hefst kl. 20:00. 

 

 

Fermingardagar 2022

 
sunnudagur 3. apríl
kl. kl. 10:30 og 13:00
 
pálmasunnudagur 10. apríl 
kl. 10:30 og 13:00
 
annar páskadagur 18. apríl
kl. 11:00.

 

Fermingarbörn og foreldrar geta valið fermingardaga

eins og undanfarin ár.

 

Æfingar fyrir fermingar:

3. apríl kl. 10:30 æfing 1. apríl kl. 16:30
3. apríl kl. 13:00 æfing 1. apríl kl. 17:30
10. apríl kl. 10:30 æfing 8. apríl kl. 16:30
10. apríl kl. 13:00 æfing 8. apríl kl. 17:30
18. apríl kl. 11:00 æfing 16. apríl kl. 11:00
 

Við fræðumst um trúna, kirkjuna, kærleika, ást og vináttu. Lífið og tilgang þess. Umhverfi okkar og hvað það þýðir að vera manneskja. Við viljum að börnin taki upplýsta ákvörðun um að gera Jesú Krist að leiðtoga og fyrirmynd. Þess vegna nálgumst við efni fræðslunnar á fjölbreyttan hátt, með samtali, fyrirlestrum, myndböndum, leikjum og þátttöku í helgihaldi og æskulýðsstarfi.  

 

Messur í vetur!

Fermingarbörnin eiga að koma minnst 3 sinnum í æskulýðsstarfið og 6 sinnum í almenna guðsþjónustu. Þær eru kl. 11 í Grensáskirkju og kl. 13 í Bústaðakirkju og þau skrá sig við hverja messu. Foreldrar hvattir til að koma með þeim.

 

Auk þess verða sérstakar samverustundir með fermingarbörnum og foreldrum

 

Mikilvægt er að foreldrar komi á þessa fundi og samverur.

 

Bústaðakirkja, kirkjan okkar!

 

Við, sem söfnuður, eigum saman kirkjuhúsið og safnaðarheimilið. Íbúar sóknarinnar, sem eru skráðir í þjóðkirkjuna, greiða til kirkjunnar sóknargjöld sem standa undir öllum rekstri hennar.

Göngum því vel um kirkjuna okkar og hugsum um hana eins og okkar annað heimili.

 

Heimasíðan og tölvupóstur!

 

Bústaðakirkja á heimasíðu

www.kirkja.is.

 

Þar viljum við reyna að hafa allar upplýsingar um starfið og ýmsa aðra þætti.

 

Tölvupóstur verður sendur til að minna á tíma og aðra viðburði.

 

Fermingarbörn sem búa erlendis verða í fermingarfræðslu á netinu. Nokkur þeirra munu koma inn í hópana hér heima síðustu dagana fyrir fermingar en önnur fermast næsta sumar.

 

VIÐ SENDUM UPPLÝSINGAR OG SKILBOÐ MEÐ TÖLVUPÓSTI

MIKILVÆGT AÐ FÁ NETFÖNG FERMINGARBARNA OG FORELDRA TIL AÐ ALLAR UPPLÝSINGAR BERIST GREIÐLEGA