Samvera á fimmtudögum kl. 10 -12 yfir vetrartímann
Foreldramorgnar, eitthvað fyrir mig/okkur?
Foreldramorgnar eru samverustundir fyrir foreldra og börn þeirra og henta einkum þeim sem eru í fæðingarorlofi eða eru heimavinnandi. Markmiðið með foreldramorgnum er að efla félagsleg tengsl foreldra og barna þeirra í Bústaðarsókn. Stærra félagsnet kemur þér alltaf til góða og er styrkur inn í framtíðina fyrir þig og barn þitt. Boðið er upp á hressingu í vinalegu og eflandi umhverfi kirkjunnar.
Umsjón með foreldramorgnum hefur Ragnheiður Bjarnadóttir, tónlistarkona.
Hvar er hist?
Við hittumst vikulega í Bústaðarkirkju við Tunguveg, nánar tiltekið í salnum undir kirkjuskipinu, gengið er inn frá Bústaðvegi. Þú mætir einfaldlega á bilinu 10:00-12:00 þegar þér hentar, en ekki þarf að skrá né tilkynna komu fyrirfram. Allir eru hjartanlega velkomnir, láttu sjá þig!
Foreldramorgnar hefjast 29. ágúst.