Tónlistarlíf

 

Í Bústaðakirkju er öflugt tónlistarlíf meðal barna, unglinga og fullorðinna. 
 
Kirkjukór 
Kirkjukórinn æfir á sunnudögum frá kl 12-13:30
Nánari upplýsingar jonasthorir(hja)simnet.is og johann(hja)hofdi.is
 
Barna- og ungdómskór Fossvogs
Barnakór fyrir 5 – 8 ára æfir á miðvikudögum kl. 16:00-17:00
Ungdómskór fyrir börn 9-15 ára æfir á miðvikudögum kl. 17:15-18:25 
Kórstjóri barnakóra er: Þórdís Sævarsdóttir
netfang: barnakorfossvogs(hja)gmail.com

Æfingar verða í anda kórskóla og samanstanda af söng, æfingum, fræðslu og einnig brugðið á leik.

Dagskrá haustannar samanstendur af messum, vinakóramóti með Domus Vox, þáttöku í fjölskyldutónleikum FAR Fest Afríka Reykjavík ásamt Domus Vox og fleiri skemmtilegum viðburðum.

Skráning fer fram á: barnakorfossvogs@gmail.com 

 
Glæðurnar, Kór Kvenfélags Bústaðakirkju. 
Kvennakórinn Glæðurnar var stofnaður haustið 1994. Allar konur sem hafa gaman af söng eru velkomnar í kórinn. Kórstjóri er Ásta Haraldsdóttir. Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri og sungið í messum og margvíslegum skemmtunum. Þetta er frábær hópur frábærra kvenna, sem allar syngja með hjartanu.
Nánari upplýsingar veita: Signý Gunnarsdóttir, sími: 581-4842