Jónas Þórir, kantor

 
Netfang
jonasthorir (hja) simnet.is
 
Starfsferill
Jónas Þórir er fæddur að Faxaskjóli 22 í vesturbænum í Reykjavík 28. mars 1956. Jónas varð stúdent frá MR 1976 og byrjaði í læknisfræði en sá að tónlistin var honum í blóð borinn og fylgdi þeirri köllun.
Jónas byrjaði að læra á fiðlu mjög ungur og var yngsti nemandi Tónlistarkólans í Reykjavík en þar byrjaði hann 8 ára gamall hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara. Strax í MR var hann byrjaður að spila opinberlega og farinn að taka að sér vinnu á Hótel Sögu og við kirkju Óháða safnaðarins. Jónas lauk tónmenntakennaranámi frá Tónlistarkólanum og var einnig nemandi Halldórs Haraldssonar á píanó , Marteins H. Friðrikssonar á orgel og hjá Atla Heimi Sveinssyni í tónsmíðatímum. Seinna fór Jónas í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðan kirkjuorgelprófinu og kantorsprófinu. Helstu kennarar hans þar voru Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í orgelleik og í kórstjórn. Jónas er núna kennari við Tónskóla Þjóðkirkjunnar.
Árið 1985 var Jónas meðal þeirra sem stofnuðu tónlistarskóla FÍH og var þar kennari til 2001 bæði í fræðigreinum, hljómborðsleik og söngdeild.
Jónas hefur verið mjög virkur í tónlistarlífi Íslendinga og verið meðleikari helstu söngvara landsins og skemmtikrafta.
Jónas hefur séð um tónlistina í Spaugstofunni meira og minna frá upphafi hennar . Jónas hefur spilað inn á meira en 40 plötur og CD diska , séð um tónlistina í ca. 300 sjónvarpsþáttum og fjölda leikrita.
 
Fjölskylda 
Eiginkona Jónasar er Rósa Einarsdóttir, kennari og saman eiga þau 6 börn. Foreldrar Jónasar : Jónas Þórir Dagbjartsson fiðluleikari og Ingrid Kristjánsdóttir píanókennari og saumakona. Systur Jónasar eru : Margrét Linda Þórisdóttir kennari og Kristín Þórisdóttir leikskólakennari.