Sr. Pálmi Matthíasson

Sóknarprestur

 

Netfang

palmi (hja) kirkja.is

 

Starfsferill
Pálmi fæddist á Akureyri 21.8. 1951. Hann varð stúdent frá MA 1971 og lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1977.
Pálmi starfaði hjá sem lögrelgumaður á Akureyri og í  Rannsóknarlögreglunni í Reykjavík og RLR á námsárum í háskóla. Áður vann hann við hótelrekstur, byggingariðnað og sjómennsku.  Hann varð sóknarprestur í Melstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastdæmi 1977-81, sóknarprestur í Glerárprestakalli á Akureyri 1981-89 og er sóknarprestur í Bústaðaprestakalli frá 1989. Þá stundaði hann dagskrárgerð og fréttamennsku hjá Ríkisútvarpinu 1981-89.
Pálmi sat í stjórnum Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju, Ungtemplarafélagsins Fannar á Akureyri, Íþróttabandlags Akureyrar,  Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti 1979-89, í kjaranefnd Prestafélags Íslands 1979-82. Hann var formaður Frjálsíþróttaráðs Akureyrar og Handknattleiksráðs Akureyrar og formaður Íþróttabandalags Akureyrar 1989. Hann var um árabil í dómaranefnd, landsliðsnefnd og stjórn HSÍ og  í héraðsnefnd
Reykjavíkurprófastsdæmis vestra frá 1991.
 
Fjölskylda
Pálmi kvæntist 12.10. 1974 Unni Ólafsdóttur, f. 9.júní 1954, kennara og skrifstofumanni. Foreldrar hennar eru Ólafur Jóhannesson, fv. framkvæmdastjóri Happdrættis SÍBS, og Borghildur Kjartansdóttir kjólameistari.
Dóttir Pálma og Unnar er Hanna María, f. 25. september 1975, viðskiptafræðingur. Eigimaður hennar er Davíð Freyr Oddsson, f. 26. nóvember 1974, cand. theol og MBA. Börn þeirra eru; Unnur María f. 27. október 2003, Pálmi Freyr f. 11. október 2006 og Helgi Freyr f. 20. júní 2012
Foreldrar Pálma: Matthías Einarsson, f. 10.júní 1926, fv. lögregluvarðstjóri á Akureyri, og k.h., Jóhanna María Pálmadóttir, f. 28.ágúst 1927, fv. fulltrúi.
Bræður Pálma eru Stefán Einar, f. 4.maí. 1958, doktor í æðaskurðlækningum og sr. Gunnar Rúnar, f. 4.apríl 1961, sjúkrahúsprestur.