Á bjargi byggði

Á bjargi byggði hygginn maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á bjargi stóð fast.

Á sandi byggði heimskur maður hús, (x3)
og þá kom steypiregn.
Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, (x3)
og húsið á sandi, það féll.

BIBLÍA

B I B L Í A
er bókin bókanna
á orði Drottins er allt mitt traust,
B I B L Í A

Daginn í dag

Daginn í dag (2x)
gerði Drottinn Guð. (2x)
Gleðjast ég vil (2x)
og fagna þennan dag. (2x)
Daginn í dag, gerði Drottinn Guð,
gleðjast ég vil og fagna þennan dag.
Daginn í dag (2x)
gerði Drottinn Guð.

Djúp og breið

Djúp og breið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.
Djúp og breið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.

Og hún rennur til mín
og hún rennur til þín,
og hún heitir lífsins lind.

Hallelúja!

Djúp og breið, djúp og breið,
það er á sem rennur djúp og breið.

Ég þekki Jesú

Ég þekki Jesú og tala oft við hann.
Við erum afar góðir vinir.
Hvert sem ég fer, þá fylgist hann með mér
því Jesús hann elskar mig.
:,:Hann elskar mig. Hann elskar mig. Jesús, hann elskar mig.:,:

Texti og lag: Helga Jónsdóttir

Elska Jesú

Elska Jesú er svo dásamleg, (3x)
elska svo dásamleg.
Svo há, þú kemst ekki yfir hana,
svo djúp, þú kemst ekki undir hana,
svo víð, þú kemst ekki’ út úr henni,
elska svo dásamleg.

Englar Guðs

Englar Guðs þeir vaka yfir mér
alla daga’ og nætur,
hvert sem ég fer,
út á götu, upp á hól,
undir borði, upp á stól,
alla daga’ og nætur
þeir vaka yfir mér
sem betur fer!

Lag og texti: Helga Jónsdóttir

Guð á himnum sagði við Nóa

Guð á himnum sagði við Nóa:
„Þú munt bjargast flóði frá:
Örkina stóru skalt þú smíða.
Orði mínu byggðu á:“
Hann fór að smíða. Hann fór að saga.
Sa saga sa sa saga
Hann fór að smíða. Hann fór að saga
og saga, vann alla daga
duglegur Nói gamli var.

1. Mós. 5-9
Lag og texti: Helga Jónsdóttir

Hallelú, hallelú

Hallelú, hallelú, hallelú, hallelúja,
vegsamið Guð.
Hallelú, hallelú, hallelú, hallelúja,
vegsamið Guð.

Vegsamið Guð,
hallelúja,
vegsamið Guð,
hallelúja,
vegsamið Guð,
hallelúja,
vegsamið Guð.

Hann Davíð var lítill drengur

Hann Davíð var lítill drengur,
á Drottins vegum hann gekk.
Hann fór til að fella risann
og fimm litla steina hann fékk.
Einn lítinn stein í slönguna lét
og slangan fór hring eftir hring
Hring eftir hring og hring eftir hring og hring eftir hring eftir hring.
Upp í loftið hentist hann
og hæfði þennan risamann.

Texti: I. Sam. 17.32-54

Hann Sakkeus var að vexti smár

Hann Sakkeus var að vexti smár,
varla nema svona hár.
Hann vatt sér upp í vænsta tré,
:,: svo vel hann gæti séð. :,:

Og mikinn fjölda fólks hann sá
á ferð um veginn rétt þar hjá.
Og hjartað brann af heitri þrá,
:,: Hann Herrann vildi sjá. :,:

Og Jesús minnsta manninn sér
og mæla þannig fer:
„Sakkeus, flýt þér ofan,
:,: í dag ég dvel hjá þér“. :,:

Texti: Lúk. 19.1-10

Hver hefur skapað blómin björt?

Hver hefur skapað :,: blómin björt?
:,: Hver hefur skapað blómin björt?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað :,: fuglana?
:,: Hver hefur skapað fuglana?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað :,: stjörnurnar?
:,: Hver hefur skapað stjörnurnar?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað :,: þig og mig?
:,: Hver hefur skapað þig og mig?
Guð á himninum.

Hver hefur skapað blómin björt,
fuglana, stjörnurnar?
Hver hefur skapað þig og mig?
Guð á himninum.

Jesús elskar eitt og hvert

Jesús elskar eitt og hvert,
stór og smá, stór og smá.
Jesús elskar eitt og hvert
Jesús elskar alla.
ELskar pabba, elskar mömmu,
stóru systur og litla bróður.
Elskar mig, elskar þig
Jesús elskar alla.

Jesús er besti vinur barnanna

Jesús er besti vinur barnanna (2x)
Alltaf er hann  hjá mér
aldrei fer hann frá mér.
Jesús er besti vinur barnanna.

Jesús er bjargið sem byggja má á

Jesús er bjargið sem byggja má á,
bjargið sem byggja má á,
borgin sem óvinir sigrað ei fá,
óvinir sigrað ei fá.
Hann er frelsarinn, hann er frelsarinn,
hann er frelsarinn,
frelsari minn og þinn.

Texti: Matt. 7.24-25
Lag: Birgir Sveinsson

Leiddu mína litlu hendi

Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.

Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf, Jesús, vertu hjá mér.

Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.

Texti: Ásmundur Eiríksson
Lag: Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi

Með Jesú í bátnum

Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi,
brosað í stormi, brosað í stormi.
Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi
er ég sigli heim.
Er ég sigli heim, er ég sigli heim.
Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi
er ég sigli heim.

Matt. 8.23-27

Megi gæfan þig geyma

Megi gæfan þig geyma,
megi Guð þér færa sigurlag.
Megi sól lýsa þína leið,
megi ljós þitt skína sérhvern dag.
Og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi
þig Guð í hendi sér.

Texti: Bjarni Stefán Konráðsson
Lag: frá Írlandi

Ó, Jesús bróðir besti

Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.

Mér gott barn gef að vera
og góðan ávöxt bera,
en forðast allt hið illa,
svo ei mér nái’ að spilla.

Það ætíð sé mín iðja
að elska þig og biðja,
þín lífsins orð að læra
og lofgjörð þér að færa.

Þín umsjón æ mér hlífi
í öllu mínu lífi,
þín líknarhönd mig leiði
og lífsins veginn greiði.

Mig styrk í stríði nauða,
æ, styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.

Með blíðum barnarómi
mitt bænakvak svo hljómi:
Þitt gott barn gef ég veri
og góðan ávöxt beri.
Texti: Páll Jónsson

Regnboginn er himinhár

Regnboginn er himinhár,
gulur, rauður, grænn og blár.
Regnboginn er sáttmáli
milli Guðs og mín.

1. Mós. 9.1-17
Lag og texti: Helga Jónsdóttir

Takk

Takk fyrir mömmu
og takk fyrir pabba minn.
Takk fyrir trúna
og kærleikann þinn.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir róló
og takk fyrir krakkana.
Takk fyrir alla
sem passa upp á mig.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir brauðið
og takk fyrir ostinn,
já, takk fyrir mjólkina.
Takk fyrir mig.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Takk fyrir fuglana.
Takk fyrir fiskana.
Takk fyrir kisu
sem leikur við mig.

Takk fyrir þetta allt,
já, takk fyrir lífið
sem gefur svo margt.

Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright

Tikki, tikki, ta

:,: Tikki, tikki ta, tikki, tikki ta,
tikki, tikki, tikki, tikki ta. :,:
:,: Alla daga’ og allar nætur
augu Jesú vaka yfir mér. :,:

Upprisinn er hann

Upprisinn er hann, húrra, húrra,
hann lifir, hann lifir, hann lifir enn.
Hann lifir, hann lifir, hann lifir enn.

Tóm er gröfin og opin,
hví er ekki meistarinn hér?
Klæðin hans liggja þar inni enn,
en enginn veit hvar hann er,
enginn veit hvar hann er.

Upprisinn er hann . . .

Glöð við þökkum þér, Jesús,
við þekkjum hver máttur þinn er.
Þú gafst þig sjálfan til lausnar lýð
svo líf eigum æ með þér,
líf eigum með þér.

Upprisinn er hann . . .

Nýja menn vill Guð gera
og gleðin mun ríkja, því
breytast mun geimur í geislaflóð
er Guð skapar allt á ný,
Guð skapar allt á ný.

Upprisinn er hann . . .

Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson
Lag: Lars Åke Lundberg

Við setjumst hér í hringinn

Við setjumst hér í hringinn
og hendur mætast þá,
en systkin öll við erum
og engum gleyma má.

Því Jesús elskar alla
og alla jörð á hann.
Hann veitir okkur vini,
og verndar sérhvern mann.

Við setjumst hér í hringinn
og hendur mætast þá,
en systkin öll við erum
og engum gleyma má.

Lof syngjum Guði góðum
sem gefur líf og von
og sendir hátt úr hæðum
til hjálpar eigin son.

Við setjumst hér í hringinn
og hendur mætast þá,
en systkin öll við erum
og engum gleyma má.

Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson
Lag: Lars Åke Lundberg

Það er skemmtilegast að leika sér

Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp, inn um hlátrasköll,
geta ævintýrin skeð.
Svo vertu velkominn,
nýi vinur minn.
Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.

Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt
Getur glatt og huggað jafnvel þá
sem við þekkjum ekki neitt.
Svo vertu velkominn,
nýi vinur minn.
Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.

Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright